Mánudagur 22. Júlí 2019
kl 20-22 → Kaffi Laugalækur
Uppræting nauðgunarmenningar: bíósýning og umræður
Ofbeldisforvarnaskólinn heldur viðburð í samstarfi við Druslugönguna mánudaginn 22. júlí og ætlar að sýna og fjalla um myndina The Bystander Moment.
Sýning á myndinni The Bystander Moment og umræður um leiðir til að bregðast við kynferðisofbeldi og uppræta nauðgunarmenningu.
The Bystander Moment: Transforming rape culture at it‘s roots eftir Jackson Kats, fjallar um áhorfendanálgun (Bystander Approach) á forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Þar er skoðað hlutverk áhorfandans (the bystander) í að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni, nauðganir og önnur form kynferðisofbeldis. Nálgunin er almennt talin ein sú besta í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi og tekur tillit til áhrifa vina, liðsfélaga, bekkjarfélaga, samstarfsfélaga og annarra í nærsamfélagi.
Trailer: https://vimeo.com/301861379
TW: Í myndinni er fjallað um nauðganir, morð og kynferðisofbeldi.
Þriðjudagur 23. Júlí 2019
kl 20-22 → Spennustöðin, Austurbæjarskóla
Ungdruslur og umræður
Kynferðisofbeldi á sér margar birtingamyndir í samfélaginu okkar og á sér stað í öllum lögum þess, þöggun virðist kerfislæg og nauðgunarmenning rótgróin.
Á þessu pallborði verður rætt hvernig við getum upprætt þessa þætti hjá framtíðarkynslóðum, hvað ungt fólk getur gert til að vinna gegn óréttlæti og ofbeldi, hvað eldri kynslóðir geta gert til að sýna gott fordæmi.
Í pallborði verða:
Sólborg Guðbrandsdóttir
↑ Umsjónarkona instagram reikingsins @favitar.
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
↑ Verkefnastýra Unglingar gegn ofbeldi.
Arndís María Ólafsdóttir
↑ Ungdrusla.
Steinunn Ólína Hafliðadóttir
↑ Ein af verkefnastýrum Sjúk Ást verkefnisins.
Miðvikudagur 24. Júlí 2019
kl 20-23.30 → Gamla Bíó
Peppkvöld Druslugöngunnar
Árlegt peppkvöld druslugöngunnar verður haldið miðvikudaginn 24. Júlí í Gamla Bíói. Húsið opnar kl 20. Dagskrá byrjar kl 21.
Fram koma:
→ Dj Vala
→ Countess Malaise
→ Milkywhale
→ GRL PWR
Fimmtudagur 25. Júlí 2019
kl 20-23.30 → Loft Hostel
Hannyrðapönk og skiltagerð
Sigrún hannyrðapönkari verður með vinnustofu, pepp og pönk á Loft hostel á fimmtudaginn 25. júlí fyrir Druslugönguna.
Á sama tíma verðum við með skiltagerð og undirbúning fyrir göngu ásamt varningssölu.
Happy hour á barnum til tíu, druslutónlist og samstaða
Laugardagur 27. Júlí 2019
kl 14 → Hallgrímskirkja
Druslugangan
Þann 27. júlí klukkan 14:00 verður Druslugangan gengin í níunda sinn frá Hallgrímskirkju!
Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og skila skömm þolenda þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Gangan hefur stækkað frá ári til árs síðan hún var gengin fyrst árið 2011 og í fyrra gengu hátt í 20.000 manns með okkur.
Druslugangan er okkar. Hún er vopn okkar gegn óréttlæti og ofbeldi. Við sættum okkur ekki við samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi með þögn sinni og aðgerðarleysi, sama hvort við séum þolendur, aðstandendur eða tengjumst göngunni á annan hátt.
Kynferðisofbeldi á sér stað í öllum lögum samfélagsins, þöggun virðist kerfislæg og nauðgunarmenning rótgróin. Við skulum ganga saman Druslugöngu og standa saman gegn kynferðisofbeldi.
Við hvetjum alla til að sýna samstöðu, taka afstöðu, skila skömminni og ganga Druslugönguna með okkur.
Krefjumst breytinga og bætts samfélags!
Ást og drusl
Ræður:
→ Aldís Schram og Tatjana Dís
→ Sigrún Bragadóttir
Tónlistaratriði:
→KRÍA
→Salóme Katrín
→Ingileif
→Dj Dóra Júlía