UM OKKUR
Druslugangan eru grasrótarsamtök sem einblína á baráttu gegn kynferðisofbeldi í öllum myndum í öllum kimum samfélagsins. Síðan 2011 hefur druslugangan verið gengin til að minna á að kynferðisofbeldi á sér stað í samfélaginu og því þarf að útrýma.
Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisafbrota frá þolendum yfir á gerendur. Druslugangan er gengin hvert ár til að sýna brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu og krefjast betra réttarkerfis og bætts samfélags.
Gengið verður í níunda sinn frá Hallgrímskirkju klukkan 14.00 þann 27. júlí næstkomandi. Eftir göngu niður af skólavörðuholtinu taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli.